Greinasafn fyrir merki: Skeytla

Skeytla

Með Skeytlunni má leita að upphafi og endum orða á einfaldan hátt:

skeytla.bthj.is

Hún getur þannig hjálpað til að finna endarí[email protected] og @stuðla og @höfuðstafi.  Með því að rita @ merkið fyrst og svo nokkra bókstafi koma fram orð sem byrja á þeirri runu, með @ merkið aftan við stafarunu koma fram orð sem enda á henni.

Skeytavélin byggir á gögnum úr Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum opnaði nýverið aðgang að á Orðið.is

Sjá hér notkun skeytlunnar í skjávarpi eða skelltu þér á skeytluna:

skeytluskjávarp á Vimeo

Frekari útfærsla

Það gæti verið snjallt að gera notendum Skeytlunnar kleyft að vista það sem þar er smíðað og gefa kost á að koma því á framfæri á Skeytluvefnum sjálfum og tengja við aðra vefi; þannig mætti sjá fyrir sér einn gest varpa fyrriparti á Skeytluna og um leið birta hann á Facebook og Twitter þaðan sem áhugasamir gætu komið með sína botna.

Tæknilýsing

Vefur Skeytlunnar byggir á Tornado og MySQL grunni og mesta púðrið liggur enn sem komið er í aðlögun á jQuery Autocomplete viðbót fyrir skeytluna.

Forritstextinn er aðgengilegur á skeytla.googlecode.com

Verkefnið er unnið á Ubuntu Linux sýndarvél innan Windows 7 hýsils í forritunarumhverfinu Eclipse með Pydev og Subclipse viðbótum.  Einnig var unnið með hugbúnaðinn MySQL Workbench, recordMyDesktop, GIMP, RealVNC, PuTTY, Notepad++, Python, jQuery, foobar2000, Firefox, Google Chrome, Safari, Opera …og já, Internet Explorer.

skeytla.bthj.is er hýst á vefjum hlaðinni Pentium III 1GHz vél með 767MiB vinnsluminni sem er einnig knúin af Ubuntu.

Uppflettiorðablaðran er byggð á grafík af vef Já.  Þeir fáu litir sem Skeytlan skartar koma úr kuler.

Góða skemmtun á skeytlunni : )