Greinasafn fyrir flokkinn: þvaður

Fractal mountain

Back in the spring of 1999 I implemented a fractal mountain generator in a Computer Graphics course at the University of Iceland, in C++ using OpenGL.

It was great fun playing with this and occasionally during the past years I’ve thought about doing something interactive based on procedurally generated mountains like this.  One idea was to port this implementation to WebGL, when that standard was introduced.  A few years ago, when looking again at this project, I changed the code so it would compile on Ubuntu Linux, but originally this was compiled for a then current Windows version (’95 or ’98 I guess).

Today I read that the visual artist who created a fake game for Her, a movie I highly recommend, has revealed a game created with Unity called Mountain, with „questions designed to be far more psychologically invasive than anything Facebook wants to know about you“ where you play as a mountain and answer the questions „by creating a drawing, which is then used to help create a procedurally-generated mountain“.  This resonates a bit with ideas Edda Lára and I have been kicking around, that we might use for our masters thesis project, though they have nothing to do with mountains.

That game will definitely go on my to-play list.  The past years I really haven’t actively played games but there are now on that list a few titles that I find very interesting; the not-so-much-of-a-game Dear Esther and Flower (on PS4 – I do seem to like exploratory games), and the platformer 140 are the only ones I’ve recently given a proper try so far, and I really enjoy those, but then are The Stanley Parable, Portal (2), FEZ and Flow (on PS4), and Antichamber (that I just bought on the current Steam sale – the thesis ideas mentioned have currently something to do with chambers), and I might go for the platformer Super Meat Boy – yes, we were just watching Indie Game: The Movie and I just purchased a copy of Us and the game industry, which is still on the to-watch list…  I really hope Journey will make it to the PS4; everything thatgamecompany does seems to be very interesting.

Update 2014-07-04:  Mountain is now available.

bthj.is í skýjunum

bthj.is er kominn úr sumarfríi!  Hingað til hefur vefurinn og nágrannar hans, eins og skeytla.bthj.is og alaska.is, verið hýstur í heimahúsi á ævagamalli vél sem hefur hökt mikið undanfarið, líklega úr sér gengin.  Prófaði núna að setja upp sýndarvél af minnstu gerð á GreenQloud.com og hún reynist duga vel til að hýsa þetta dót.

Flutning netþjónsins ætlaði ég að afgreiða áður en ég flutti til Kaupmannahafnar en tími vannst ekki til þess svo ég skildi vélina eftir í lamasessi.  Fluttur út komst ég ekki inn á vélina á Íslandi en gat þó gengið frá arftaka hennar í skýi þar sem afrit af því mikilvægasta var tekið með CrashPlan þaðan sem ég gat sótt það.

Það kom til greina að nota sérhæfða hýsingu eins og á WordPress.com en mér þykir ágætt að hafa aðgang að Linux vél á línunni þar sem ég get sett upp hvaða þjón sem er til að prófa og keyrt skriftu þegar mér líst svo á, eins og þegar ég safnaði gosmyndum hér um árið.  Skeytlan keyrir á Tornado og alaska.is á Django.  Eitt og annað node.js fikt hef ég átt til og líklega verður meira um það.

Leikvöllur með skeljaraðgangi er semsagt fínn og það er vissulega mögulegt að keyra svona sýndarvél í mörgum öðrum skýjum , eins og hjá Amazon EC2 og Google Compute Engine en minnsta sýndarvélin hjá GreenQloud, Nano, er ódýrasti kosturinn sem ég hef fundið og verður það vonandi áfram.  Það spillir ekki fyrir að netumferð innan Íslands er frí þar og svo auðvitað græna orkan og allt það.

Uppfærsla 2013-08-02:  Þessi skínandi nýi þjónn tók upp á því að hrynja á um sólarhrings fresti og ég þóttist vera fórnarlamb DDOS árása en eftir að hafa loksins fundið smá vísbendingar komst ég að því að mögulega var skortur á vixlminni vandamálið og ég bind vonir við að tilraun til úrbóta leysi vandann.  Annars var ég farinn að hafa hug á að skipta út Apache vefþjóninum út fyrir nginx, sem krefst mun minni gæða, og það getur vel verið að ég láti verða af því á einhverjum tímapunkti, þegar nenna og nauðsyn gefa tilefni til.

Uppfærsla 2013-08-17:  Vefþjónninn hefur keyrt hrunlaust síðan víxlminninu var bætt við en öðru hvoru hefur hann verið undir álagi þar sem ferli að nafni check-new-release étur upp öll tilföng vélarinnar í nokkuð langan tíma.  Fyrir tæpum mánuði kastaði ég spurningu út í netið vegna þessa og nú barst svar sem ég fylgdi og dugar vonandi til að losna við þetta óþarfa álag.

Uppfærsla 2013-08-25:  check-new-release ferlið hefur gert vart við sig þrátt fyrir lausnina hér að ofan en helsta vandamálið núna hefur verið hve hægur alaska.is vefurinn hefur verið til svars, að meðaltali rúmar þrjár sekúndur fyrir síður sem eru ekki biðminni og reyndar líka lengi fyrir þær sem koma beint úr memcached.  Svo augun fór að berast að Apache sem ku vera mikill minnishákur og hljómar þá ekki heppilegur vefþjónn á sýndarvél með 256MB vinnsluminni, líka sú hegðun hans að kasta í gang nýju ferli fyrir hverja vefbeiðni með keyrsluumhverfi fyrir skriftur vafið inn í hvert þeirra.  Svo ég varð að prófa nginx sem hefur fyrirfram skilgreindan fjölda verkferla í gangi og spinnur þræði út frá þeim; hafði ekki trú á að munurinn yrði mikill en er gapandi hissa að sjá muninn eftir að ég er búinn að setja hann upp fyrir WordPress og Django með FastCGI – frá því að alaska.is svari á rúmum þremur sekúndum hefur mousup viðburðurinn varla átt sér stað núna þegar vefbeiðnunum hefur verið svarað.  Frábær græja þessi nginx virðist vera!

Uppfærsla 2013-09-07:  Já, þetta er ótrúlegur stöðugleika- og hraðamunur á vefnum eftir skiptin yfir í nginx.  Samkvæmt monitor.us fór meðalsvartíminn úr rúmum þremur sekúndum og lélegum uppitíma niður í rúmar 0,2 sekúndur og hundraðprósent uppitíma.

Django með Apache + wsgi uppsetningu – 20. ágúst:

Monitoring Location : All
Test Name Type Tag Uptime(%) Avg Resp Time(ms) Failures(#)
alaska.is/teikningar/474_http http ALASKA 51.85 3079.28 13
alaska.is_http http ALASKA 25.93 3003.82 20

Django með nginx + fastcgi uppsetningu – 3. september:

Monitoring Location : All
Test Name Type Tag Uptime(%) Avg Resp Time(ms) Failures(#)
alaska.is_http http ALASKA 100 251.22 0
alaska.is/teikningar/474_http http ALASKA 100 244.16 0

 

Passa sig

Í morgun á leið upp Ártúnsbrekkuna á miðjuakrein af þremur fannst mér bílarnir á undan aka full hægt og þar sem fundurinn var um það bil að byrja ákvað ég eftir mesta brattann að skipta yfir á vinstri akrein sem var auð og síga fram úr sendibílnum sem var á undan mér.  Jimnyinn er mjög léttur að aftan og ég þykist vita allt um hvernig hann á það til að yfirstýra í afturdrifinu en átti ekki von á því þarna á hraðbrautinni í fimmta gír en það gerði hann mjög snögglega réttsælis og þó ég reyndi að bregðst hratt við með því að leggja á til vinstri horfði ég skyndilega beint framan á sendibílinn sem ég var að fara fram úr, grill í grill, hann á leiðinni áfram, ég á leiðinni aftur á bak, líklega á um áttatíu kílómetra hraða, þangað til framhjólin sem ég hafði lagt á til hægri gripu í þannig að bílinn fór að snúast til baka rangsælis og veggripið jókst enn þegar við Læðan ferðuðumst hornrétt á akstursstefnu og þessi valti bíll skreið áfram á engum fleiri en tveimur vinstri hjólum og ég hugsaði leifturhratt um hvort ég ætlaði virkilega að verða umferðarfrétt morgunsins og hvað mig langaði ekki neitt til að skella á hliðina í götuna og standa í einhverju tjónaveseni.  Í gærkvöldi höfðum við kærastan verið að telja upp smáhnjöskin sem ég hef fengið á árinu og hún taldi nóg komið að sinni, ekki meira slas á þessu ári.  Eins hratt og mögulega reyndi ég að stýra með stefnu, sem dugði því bíllinn skall á öll fjögur og yfirstýrði aðeins rangsælis sem tókst að afstýra og endaði út í vinstri kanti.  Aldrei hef ég verið eins feginn að sjá frosið tjörulegið gras sem gaf til kynna að vera sloppinn óoltinn og klessulaus úr þessari hildi en vélarviðvörunarljós logaði við endurræsingu og hálfníufréttir heyrðust í ríkisútvarpinu sem sögðu frá hálku víða á vegum!

Á fundinum var ég með umþaðbil áttatíuprósent athyglisbrest, datt öðru hvoru í samband við það sem var til umræðu, en úr þessum tíu sekúndna morgunsnúning fengust skilaboðin:  Passa sig.

Já og kannski vera í fjórhjóladrifinu þegar er hált.

Takk.