Greinasafn fyrir flokkinn: Orðasafnasafn

Orðasafnasafn

orða(safna(safn))Orðasafnasafn er leitarviðmót fyrir íslenska orðabanka:

oss.nemur.net

Viðmótið gerir leit handhæga frá einum stað í þeim mörgu opnu orðabönkum sem eru hýstir á vefjum stofnana. Hönnun viðmótsins hentar jafnt fyrir borðtölvu- sem snjallsímaskjái og því aðgengilegt við sem flestar aðstæður.

Þetta gæluverkefni spratt fyrst og fremst af eigin löngun til að hafa svona tól við hendina og vonandi reynist þetta fleirum gagnlegt og til þess fallið að opna enn frekar aðgengi að þeim upplýsingum sem orðabankarnir geyma.

Nýkominn með svokallaðan snjallsíma og spjaldtölvu í hendur, eftir nokkurra ára tryggð við einfaldan spjallsíma, langaði mig að hafa svona leitarmiðlara ávallt aðgengilegan.  Reyndar virðist ég hafa byrjað að pæla í þessu fyrir fjórum árum samkvæmt breytingayfirliti í útgáfustýringu verkefnisins, svo hefur pælingin sofnað þangað til ég tók upp þráðinn aftur núna og nýtti tækifærið til að prófa jQuery Mobile rammann sem viðmótið byggir á.

Bakendinn er forritaður í Python og byggir á Google App Engine þar sem vefurinn er hýstur.

Inkscape prófaði ég svo til að gera einkennismyndina með.