Greinasafn fyrir flokkinn: ALASKA

Ný skönn á alaska.is

Fjórtán skannaðar teikningar við þrettán verk hafa bæst á vefinn alaska.is.  Gingi bróðir skannaði þessar teikningar sem komu í leitirnar og sendi mér í nóvember síðastliðnum.  Fyrst núna gaf ég mér tíma til að koma þessu á vefinn.  Verkin eru eftirfarandi:

Tímabundið eru teikningarnar ekki aðgengilegar með Deep Zoom sniði, eins og þær voru áður, þar sem zoom.it þjónustan liggur niðri eftir að Microsoft hætti rekstri hennar, en góðir menn eru annað slagið í sjálfboðavinnu við að koma henni í loftið aftur – sjáum til hvernig sú vinna gengur en það kemur til greina að ég hýsi Deep Zoom gögnin sjálfur og búi þau til með gamalli skriftu sem ég hugðist nota upphaflega.  Þangað til eru teikningarnar birtar á vefnum í miðlungs (x1200) upplausn, með hlekkjum á útgáfur í fullri (600dpi) upplausn.

Þrátt fyrir þessa viðbót vantar enn skönn við 94 verk, sem eru þessi:

mysql> select id, dags, eigandi, stadur from teikningar_teikning where id not in (select teikning_id from teikningar_scan);
+-----+------------+------------------------------------------------------------------+-----------------------------+
| id | dags | eigandi | stadur |
+-----+------------+------------------------------------------------------------------+-----------------------------+
| 2 | 1953-01-09 | Gunnar Ásgeirsson og frú | Starhaga 16 |
| 3 | 1953-06-03 | Karl Sveinsson og frú | Skipasund 57 |
| 4 | 1953-06-10 | Sigurður Reynir Pétursson og frú | Skipasund 42 |
| 5 | 1953-06-14 | Sigfús Bjarnason og frú | Víðimelur 66 |
| 6 | 1953-06-28 | Erlendur Einarsson og frú | Bólstaðarhlíð 3 |
| 8 | 1953-08-03 | Hallargarðurinn | Fríkirkjuvegur |
| 10 | 1953-08-30 | | Stóra Sandvík |
| 11 | 1953-09-02 | Haukur Gröndal og frú | Miklubraut 18 |
| 12 | 1953-09-09 | Lúðvig Hjálmtýsson og frú | Hátúni 37 |
| 13 | 1954-01-22 | Guðmundur Jónsson og frú | Eystri Sandvík, Flóa |
| 14 | 1954-01-22 | Jón Pálsson og frú | Austurkot,Flóa |
| 15 | 1954-02-01 | Jón Þorkelsson og frú | Smjördalir, Flóa |
| 16 | 1954-03-02 | Ol Olsen og frú | Ásbyrgi |
| 18 | 1954-05-20 | Jón Þórarinsson og frú | Langholtsvegur 92 |
| 19 | 1954-05-25 | Jóhannes Zoega og frú | Laugarásvegur 49 |
| 21 | 1954-05-31 | SvavarJóhannsson og frú | Ferjuvogi 15 |
| 22 | 1954-06-02 | Þórður Ámundason og frú | Efstalandi v/Nýbýlaveg |
| 24 | 1954-06-11 | Fegrunarfélag Hafnarfjarðar | Miðbær |
| 26 | 1954-07-12 | Páll Þorsteinsson og frú | Halsgerði 26 |
| 27 | 1954-07-13 | Ásgrímur Albertsson og frú | Kársnesbraut 15 |
| 29 | 1954-08-10 | Jóhann Hafstein og frú | Öskjuhlíð |
| 31 | 1955-03-03 | Gísli Þorsteinsson og frú | Brimhólabraut |
| 32 | 1955-03-05 | Alexander Jóhannesson og frú | Steinagerði 17 |
| 33 | 1955-03-07 | Sigurjón Guðmundsson og frú | við Esju |
| 34 | 1955-03-10 | Guðmundur Hlíðdal og frú | Fornhaga 20 |
| 37 | 1955-04-05 | Jón Steffensen og frú | Aragötu |
| 38 | 1955-04-05 | Skrúðgarður | Flúðum |
| 39 | 1955-04-13 | Þórir Guðmundsson og frú | Drekavogi 10 |
| 40 | 1955-04-13 | Landspítalalóð | |
| 41 | 1955-04-14 | Eggert Einarsson og frú | |
| 42 | 1955-04-14 | Skólahúsið | Hólmavík |
| 43 | 1955-04-18 | Sverrir Sigurðsson og frú | Ægissíðu 46 |
| 44 | 1955-04-19 | Bragi Brynjólfsson og frú | Kjartansgötu 2 |
| 45 | 1955-04-20 | Sólvangur | Sjúkrahús |
| 47 | 1955-04-22 | Valgarð Briem og frú | Sogavegi 84 |
| 49 | 1955-04-25 | Fride Briem | Tjarnargötu 20 |
| 50 | 1955-04-25 | Kristján Aðalsteinsson og frú | Kleifarvegi 7 |
| 51 | 1955-04-25 | Pétur Pétursson | Söluturn, Arnarhóli |
| 52 | 1955-04-27 | Haraldur Ólafsson og frú | Skaftahlíð 5 |
| 53 | 1955-04-29 | Þorvaldur Ásgeirsson og frú | Skaftahlíð 3 |
| 56 | 1955-05-04 | Fanney Guðmundsdótir | Ásvallagötu 46 |
| 57 | 1955-05-04 | Meðalholt 5 og 9 | Meðalholt |
| 58 | 1955-05-05 | Árni Kristjánsson og frú | Kirkjuteigi 25 |
| 60 | 1955-05-10 | Tilraunastöðin | Keldum |
| 61 | 1955-05-13 | Páll Pálsson og frú | Ægissíðu 74 |
| 62 | 1955-05-13 | Guðmundur Jóhannesson og frú | Barmahlíð 55 |
| 63 | 1955-05-20 | Halldór Kjartansson og frú | Ásvallagötu 77 |
| 64 | 1955-05-24 | Páll Sigurðsson og frú | Snekkjuvogi 9 |
| 65 | 1955-05-25 | Hlíðarskóli | |
| 71 | 1955-06-07 | Friðrik Jörgensen og frú | Tómasarhaga 44 |
| 76 | 1955-06-30 | Ásta Guðmundsdóttir | Nesvegi 13 |
| 77 | 1955-06-30 | Jón Halldórsson og frú | Langagerði 4 |
| 79 | 1955-06-30 | Anna Stefánsdóttir | Stangarholti 36 |
| 80 | 1955-06-30 | Borgþór Björnsson | Barmahlíð 16 |
| 81 | 1955-06-30 | Guðlaugur Stefánsson | Búðargerði |
| 82 | 1955-06-30 | Geir Thorsteinsson og frú | Ægissíðu 78 |
| 83 | 1955-06-30 | Ásbjörn Sigurjónsson og frú | |
| 87 | 1955-07-31 | Almenningsgarður | við sjúkrahúsið |
| 88 | 1955-07-31 | Sjúkrahúsið | Keflavík |
| 89 | 1955-07-31 | Almenningsgarður | fyrir Keflavíkurkaupstað |
| 90 | 1955-07-31 | Alaska gróðrarstöðin | Vatnsmýrarvegi 20 |
| 92 | 1955-07-31 | Landspítalalóð | Reykjavík |
| 93 | 1955-07-31 | Ásbjörn Sigurjónsson og frú | |
| 94 | 1955-07-31 | Haukur Hvannberg | Ægissíðu 82 |
| 95 | 1955-07-31 | Ingimar Jónsson | Ægissíðu 42 |
| 96 | 1955-07-31 | Vilhjálmur Þór og frú | Hofsvallagötu 1 |
| 120 | 1956-05-04 | Haraldur Guðmundsson | Suðurgötu 71 |
| 136 | 1956-09-30 | Einar Árnason | Tómasarhaga 17 |
| 137 | 1956-12-31 | Reykjavíkurborg | Miklatún |
| 147 | 1957-04-11 | Sigurður Pálsson | Laugarásvegi 32 |
| 152 | 1957-04-28 | Gylfi Hinriksson og frú | Hlíðarvegi 49 |
| 165 | 1957-06-01 | Bóndinn | Blikastöðum |
| 171 | 1957-08-24 | Áslaug Gísladóttir og Sigurður Ólafsson | Hólmgarði 51 |
| 176 | 1957-11-01 | Elín Jónasdóttir | Sumarbústaður |
| 181 | 1957-11-30 | Póstmenn | Grettisgötu 19 |
| 210 | 1958-06-12 | Helgi Sigurðsson og frú | Sumarbústaður |
| 215 | 1958-07-02 | Skálholtskirkjugarður | Uppmæling á leiðum |
| 219 | 1958-07-21 | Byggingarsamvinnufélag Prentara | Hjarðarhaga 54-58 |
| 226 | 1958-08-24 | Áslaug Gísladóttir og Sigurður Ólafsson | Hólmgarði 51 |
| 237 | 1959-03-24 | | Ægissíða 56 |
| 241 | 1959-04-07 | Ólafur Jóhannesson og frú | Langagerði 94 |
| 248 | 1959-04-24 | Stefán Gíslason og frú | Hátúni 7 |
| 264 | 1959-06-16 | Einar Sigurðsson, HaraldurÞórðarson og Hörður Guðmundsson | Skipasundi 84 |
| 270 | 1959-06-30 | Almenningsgarður | Bíldudal |
| 287 | 1959-12-31 | Litmyndir h.f | v/Hafnarfjarðarveg |
| 288 | 1959-12-31 | Rafn Sigurðsson og Ebeneser Ásgeirsson | |
| 289 | 1959-12-31 | Ragnar Sigurðsson | |
| 338 | 1960-09-30 | Alaska | Vatnsmýri |
| 373 | 1961-10-31 | Alaska | Vatnsmýri |
| 401 | 1963-04-03 | | Laugarnesvegur 73-75 |
| 417 | 1963-06-08 | | Hlíðarhvammur 35 k |
| 454 | 1964-07-31 | Skrifstofur Loftleiða | Reykjavíkurflugvöllur |
| 506 | 1978-07-31 | Garðyrkjudeild | Landbúnaðarsýningarinnar |
| 510 | 1978-08-31 | Sölufélag garðyrkjumanna | Landbúnaðarsýningunni |
+-----+------------+------------------------------------------------------------------+-----------------------------+
94 rows in set (0.00 sec)

ALASKA.is

Vefurinn alaska.is veitir aðgang að teikningasafni Jóns H. Björnssonar ásamt ævisögulegu efni.  Jón – fæddur 19. desember 1922, dáinn 15. júlí 2009 – stofnaði Alaska gróðrarstöðvarnar og blómaverslanirnar, og hann var fyrsti landslagsarkitekt Íslendinga.  Í dag, þegar hann hefði orðið 91 árs, er tilefni til að segja hér frá þessum vef.

Í gegnum árin hefur verið þó nokkur sókn í teikningasafn Jóns, sem hefur undanfarin ár verið hýst í geymslum Listasafns Reykjavíkur og nú í Þjóðskjalasafninu, þar á meðal frá nemendum við LBHÍ og LHÍ.  Þennan áhuga þótti Jóni vænt um en hafði jafnframt áhyggjur af ástandi teikninganna, þar sem þær eru flestar unnar á stökkan smjöpappír sem verður brothættari með árunum.  Til að veita fullan aðgang að teikningasafninu og jafnframt vernda frumritin lagði Jón til að afrit væru tekin af teikningunum sem áhugasamir gætu nálgast.  Ljósrit voru augljósasti kosturinn en ég, sonur hans og áhugamaður um Internetið, lagði til að teikningarnar yrðu skannaðar og gerðar aðgengilegar á vefnum.

 

Skráning og varðveisla

Skönnun teikninganna og útfærsla vefjarins má segja að sé búin að vera tíu ár í vinnslu, með hléum þó.  Verkefnið byrjaði þegar var ákveðið að flytja teikningasafnið af teiknistofunni hans pabba niður í Hafnarhúsið að frumkvæði Einars E. Sæmundsen  og Samsonar B. Harðarsonar landslagsarkitekta, í samstarfi við Gunnlaug Björn Jónsson og Pétur Ármannsson arkitekta, árið 2004.  Þá útbjó ég einfalt skráningarkerfi og pabbi færði inn í það upplýsingar um hvert og eitt verk sem hann lét af hendi.  Á þeim gagnagrunni, sem var lengi vel aðgengilegur á jhb.bthj.is, byggir alaska.is .

Vorið 2009 útfærði ég nýtt kerfi fyrir sama gagnagrunn sem heldur utan um skannaðar teikningar og venslar við upphaflegu textaskráninguna.  Haustið 2009 sýndi ég kerfið á fundi hjá Félagi íslenskra landslagsarkitekta þar sem við Gingi bróðir vorum með kynningu, en þá var ég kominn áleiðis með umsýsluhlutann, þar sem skráning efnis er unnin, og átti eftir að útfæra vefviðmót kerfisins sem snýr að almennum vefgestum.  Síðan þá hefur vinna við þetta að mestu legið niðri fyrir utan skönnun, þangað til nú í lok sumars 2013 að ég tók upp þráðinn aftur og endurforritaði skráningarviðmótið til að halda utan um staðsetningu verkanna og útfærði vefviðmótið sem má núna sjá á http://alaska.is/

Útlitið er með naumhyggjulegasta móti og gengur út frá ALASKA kennimerkinu.  Persónulega finnst mér það nokkurnveginn sleppa en mætti kannski slípa eitthvað til.  Undir http://alaska.is/Jon-Hallgrimur-Bjornsson
er handahófskennt efni sem ég hef fundið um pabba sem mætti skipuleggja betur og bæta við.  Nýlega barst þangað kærkomin viðbót en í grein eftir Ástu Camillu Gylfadóttur sá ég minnst á ritgerð um Jón eftir Arnar Birgi Ólafsson og sendi því fyrirspurn til hans um rafrænt eintak.  Arnar sagðist því miður ekki lengur eiga eintak af ritgerðinni á stafrænu formi en sagðist myndu vera í sambandi ef hann gæti skannað hana eða slegið inn upp á nýtt.  Nokkrum vikum síðar, nú í haust, hafði Arnar aftur samband og sagðist hafa skannað inn eintak sem kom í leitirnar og nú er ritgerðin aðgengileg á vefnum.

Af 597 skráðum verkum vantar enn skönn fyrir 102 í kerfið.  Á landakortinu má þekkja þau á ,,hálf-strikuðum“ lurkum.  Þó eru skönnin orðin 807 og ég þykist vera búinn að fara í gegnum allar möppurnar sem fengust afhentar frá Listasafni Reykjavíkur á sínum tíma, sem eru núna í Þjóðskjalasafninu – ég skilaði síðustu möppunni þangað föstudaginn fyrir búferlaflutninga til Danmerkur síðastliðinn júlí 2013.  Nýlega komu í leitirnar fleiri teikningar sem væri gott að skanna og koma á vefinn sem fyrst þar sem meðal þeirra eru líklega nokkrar af þeim helstu, eins og t.d. af Hallargarðinum en á alaska.is er núna bara ljósrit og riss af honum.

 

Tæknin

Upphaflegt skráningarkerfi, sem gagnagrunnurinn byggir á, var útfært í forritunarmálinu TCL fyrir vefþjóninn AOLserver, þar sem gögnin voru vistuð í PostgreSQL gagnagrunnskerfið.

Þegar kom að því að vensla skannaðar teikningar við teikningaskráninguna var nýtt kerfi útfært sem byggir á Django veframmanum.  Einn af kostum Django er að umsýsluviðmót verður til sjálfkrafa út frá skilgreindum gagnagrunni og það er hægt að sníða viðmótið að þeim sérþörfum sem hver og einn vefur kann að hafa.  Möguleikinn að sérsníða sjálfgerða umsýsluviðmótið var nýttur til að útfæra valglugga fyrir skannaðar teikningar, þar sem kemur fram hvort hver og ein hafi þegar verið vensluð við teikningarskrá.  Upphaflega voru teikningaskönnin hýst á sömu vél og vefkerfið (í heimahýsingu) og upplýsingar fyrir valgluggann sóttar með beinum skráakerfisaðgangi.  Þessari útfærslu bakendans var lokið árið 2009, eins og fyrr segir, og framendaviðmót fyrir vefinn átti eftir að útfæra.

Frekari útfærsla

Þegar þráðurinn var tekinn upp aftur nú í sumar var tekin ákvörðun um að hýsa teikningarnar í skýjageymslu og knýja vefkerfið á sýndarvél í skýjavinnslu hjá GreenQloud, sem býður upp á forritunarviðmót samhæfð vinsælu Amazon vefþjónustunum.  Þetta kallaði á nýja leið fyrir skráningarviðmótið til að sækja upplýsingar um teikningaskrárnar og forritasafnið boto var notað til þess ásamt stuðningi við biðminni í Django.

Til að sýna staðsetningu hvers teikniverkefnis á korti var högun gagnagrunnsins breytt til að taka við þeim upplýsingum.  Sérstakur stuðningur við landfræðiupplýsingar í Django var skoðaður en niðurstaðan var að nota einfaldlega heiltölusvæði fyrir lengdar- og breiddargráðu og styðjast að öðru leyti við Google Maps forritunarviðmótið.  Teikningaskráin inniheldur heimilisföng við flest verk og nú þurfti að finna hnit út frá þeim upplýsingum.

Ein leið til þess er að nota forritunarviðmót frá Google til að breyta heimilisföngum í hnit en nákvæmni þeirrar þjónustu takmarkast við heilar götur frekar en einstök hús.  Borgarvefsjá finnur hús nákvæmlega út frá heimilsfangi og bak við tjöldin má finna vefþjónustu sem veitir þessar upplýsingar.  En sú þjónusta skilar hnitum í ISN93 kerfinu svo fyrir notkun með Google Maps þarf að breyta þeim yfir í hnattræna WGS84 kerfið.  Fyrir fjórum árum sendi ég fyrirspurn til Landmælinga Íslands um leið til að varpa hnitum á milli þessara kerfa og var bent á Cocodati vörpunartólið.  Svo í uppfærðum umsýsluhluta útfærði ég skráningarviðmót sem sendir heimilisfang í vefþjónustu Borgarvefsjár og með ISN93 hnitunum sem fást þaðan er í framhaldinu framkvæmd fyrirspurn í Cocodati viðmótið til að varpa þeim í GPS hnit.  Leiðin sem hér var farin til að fá nákvæm hnit fyrir teikningarnar byggir því á óopinberri vefþjónustu Borgarvefsjár og skröpun á vefniðurstöðum úr vörpunartóli Landmælinga; semsagt fjallabaksleið að þessum upplýsingum.

Sjá skjáupptökur af notkun skráningarviðmótsins:

Upplýsingum um staðsetningu teikninganna er skilað til viðmótsins á KML sniði, sem vefkerfið útbýr með kvikum hætti út frá gagnagrunninum (einnig með stuðningi biðminnis), og viðmótið vinnur úr því með aðstoð geoxml3 forritasafnsins.

Teikningarnar eru skannaðar í hárri upplausn, 600dpi, því vistaðar í stórum myndskrám sem eru þungar í meðförum.  Á vefnum eru þær birtar á Deep Zoom sniði sem gerir birtingu stórra mynda lipra og þjált að kafa í smáatriði, með svipuðum hætti og kortaviðmót eins og Google Maps byggja á.  Upphaflega var teikningunum breytt á þetta snið með Python skriftu og var ætlunin að hýsa Deep Zoom gögnin sem fást með henni á sama stað og frum-skönnin með vefkerfinu.  Síðar var ákveðið að nota zoom.it þjónustuna og forritunarviðmótið sem hún býður upp á, með tilheyrandi aðlögun á vefkerfinu sem alaska.is byggir á.

Útgáfa

Upphaflega var haldið utan um kóða verkefnisins hjá Google Code en fyrir ofangreindar breytingar var kóðinn fluttur í hýsingu hjá GitHub.  Kerfið er forritað í Eclipse með Python stuðningi.

Þegar vefkerfið var komið út á alaska.is varð ljóst að svartíminn var engan veginn ásættanlegaur, þar sem tók að meðaltali þrjár sekúndur að birta hverja síðu.  Uppsetningin á vefþjóninum byggði á Apache og mod_wsgi viðbótinni en hún reyndist of frek á tilföng fyrir þá litlu nano sýndarvél sem knýr vefinn, þar sem hún hlóð í raun vefkerfið inn í nýtt ferli fyrir hverja vefbeiðni.  Þessa uppsetningu hefði verið hægt að stilla betur til en í staðinn var  prófað að setja upp vefþjóninn nginx ásamt fastcgi fyrir þetta vefkerfi (og reyndar önnur sem keyra á sömu vél, til dæmis vefinn sem hýsir þessa færslu).  Þessi breyting skilaði stórkostlegum hraðamun þar sem hver síða birtist á broti úr sekúndu.

Lausn sniðin að skýjavinnslu

Hér er komið vefkerfi fyrir stórar myndskrár með landakortaskráningu sem er sniðið að vinsælu skýjalausnunum  S3 og EC2 sem fást hýstar með ódýrum hætti hjá til dæmis GreenQloud eða Amazon.  Að auki væri tiltölulega einfalt að aðlaga kerfið að skýjalausnum eins og Google App Engine með Google Cloud SQL og Django stuðningi þeirra.

 

Þakkir

Fyrir aðstoð við þetta verkefni fá þakkir Björn Axelsson landslagsarkitekt hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, fyrir veittan aðgang að skanna; Samskipti og Pixel fyrir skönnun á hluta teikningasafnsins; Einar E. Sæmundsen, Samson B. Harðarson, Pétur Ámannsson og Gunnlaugur Björn Jónsson (Gingi bróðir) fyrir frumkvæði að því að koma teikningasafninu fyrir á Listasafni Reykjavíkur; Elín S. Kristinsdóttir skjalavörður hjá Þjóðskjalasafni Íslands fyrir að taka vel á móti mér þegar ég skilaði hluta teikningasafnsins á síðustu stundu fyrir brottflutning til Kaupmannahafnar; Guja Dögg Hauksdóttir fyrir veittan aðgang að teikningasafninu þegar það var geymt hjá Listasafni Reykjavíkur; og Arnar Birgir Ólafson fyrir að útvega stafrænt eintak af ritgerð sinni.

 

Hér má sjá nokkrar myndir úr fórum Einars E. Sæmundsen: