bthj.is í skýjunum

bthj.is er kominn úr sumarfríi!  Hingað til hefur vefurinn og nágrannar hans, eins og skeytla.bthj.is og alaska.is, verið hýstur í heimahúsi á ævagamalli vél sem hefur hökt mikið undanfarið, líklega úr sér gengin.  Prófaði núna að setja upp sýndarvél af minnstu gerð á GreenQloud.com og hún reynist duga vel til að hýsa þetta dót.

Flutning netþjónsins ætlaði ég að afgreiða áður en ég flutti til Kaupmannahafnar en tími vannst ekki til þess svo ég skildi vélina eftir í lamasessi.  Fluttur út komst ég ekki inn á vélina á Íslandi en gat þó gengið frá arftaka hennar í skýi þar sem afrit af því mikilvægasta var tekið með CrashPlan þaðan sem ég gat sótt það.

Það kom til greina að nota sérhæfða hýsingu eins og á WordPress.com en mér þykir ágætt að hafa aðgang að Linux vél á línunni þar sem ég get sett upp hvaða þjón sem er til að prófa og keyrt skriftu þegar mér líst svo á, eins og þegar ég safnaði gosmyndum hér um árið.  Skeytlan keyrir á Tornado og alaska.is á Django.  Eitt og annað node.js fikt hef ég átt til og líklega verður meira um það.

Leikvöllur með skeljaraðgangi er semsagt fínn og það er vissulega mögulegt að keyra svona sýndarvél í mörgum öðrum skýjum , eins og hjá Amazon EC2 og Google Compute Engine en minnsta sýndarvélin hjá GreenQloud, Nano, er ódýrasti kosturinn sem ég hef fundið og verður það vonandi áfram.  Það spillir ekki fyrir að netumferð innan Íslands er frí þar og svo auðvitað græna orkan og allt það.

Uppfærsla 2013-08-02:  Þessi skínandi nýi þjónn tók upp á því að hrynja á um sólarhrings fresti og ég þóttist vera fórnarlamb DDOS árása en eftir að hafa loksins fundið smá vísbendingar komst ég að því að mögulega var skortur á vixlminni vandamálið og ég bind vonir við að tilraun til úrbóta leysi vandann.  Annars var ég farinn að hafa hug á að skipta út Apache vefþjóninum út fyrir nginx, sem krefst mun minni gæða, og það getur vel verið að ég láti verða af því á einhverjum tímapunkti, þegar nenna og nauðsyn gefa tilefni til.

Uppfærsla 2013-08-17:  Vefþjónninn hefur keyrt hrunlaust síðan víxlminninu var bætt við en öðru hvoru hefur hann verið undir álagi þar sem ferli að nafni check-new-release étur upp öll tilföng vélarinnar í nokkuð langan tíma.  Fyrir tæpum mánuði kastaði ég spurningu út í netið vegna þessa og nú barst svar sem ég fylgdi og dugar vonandi til að losna við þetta óþarfa álag.

Uppfærsla 2013-08-25:  check-new-release ferlið hefur gert vart við sig þrátt fyrir lausnina hér að ofan en helsta vandamálið núna hefur verið hve hægur alaska.is vefurinn hefur verið til svars, að meðaltali rúmar þrjár sekúndur fyrir síður sem eru ekki biðminni og reyndar líka lengi fyrir þær sem koma beint úr memcached.  Svo augun fór að berast að Apache sem ku vera mikill minnishákur og hljómar þá ekki heppilegur vefþjónn á sýndarvél með 256MB vinnsluminni, líka sú hegðun hans að kasta í gang nýju ferli fyrir hverja vefbeiðni með keyrsluumhverfi fyrir skriftur vafið inn í hvert þeirra.  Svo ég varð að prófa nginx sem hefur fyrirfram skilgreindan fjölda verkferla í gangi og spinnur þræði út frá þeim; hafði ekki trú á að munurinn yrði mikill en er gapandi hissa að sjá muninn eftir að ég er búinn að setja hann upp fyrir WordPress og Django með FastCGI – frá því að alaska.is svari á rúmum þremur sekúndum hefur mousup viðburðurinn varla átt sér stað núna þegar vefbeiðnunum hefur verið svarað.  Frábær græja þessi nginx virðist vera!

Uppfærsla 2013-09-07:  Já, þetta er ótrúlegur stöðugleika- og hraðamunur á vefnum eftir skiptin yfir í nginx.  Samkvæmt monitor.us fór meðalsvartíminn úr rúmum þremur sekúndum og lélegum uppitíma niður í rúmar 0,2 sekúndur og hundraðprósent uppitíma.

Django með Apache + wsgi uppsetningu – 20. ágúst:

Monitoring Location : All
Test Name Type Tag Uptime(%) Avg Resp Time(ms) Failures(#)
alaska.is/teikningar/474_http http ALASKA 51.85 3079.28 13
alaska.is_http http ALASKA 25.93 3003.82 20

Django með nginx + fastcgi uppsetningu – 3. september:

Monitoring Location : All
Test Name Type Tag Uptime(%) Avg Resp Time(ms) Failures(#)
alaska.is_http http ALASKA 100 251.22 0
alaska.is/teikningar/474_http http ALASKA 100 244.16 0

 

2 athugasemdir á “bthj.is í skýjunum

 1. I have noticed you don’t monetize your page,
  don’t waste your traffic, you can earn additional bucks every month.
  You can use the best adsense alternative for any
  type of website (they approve all websites), for more details simply
  search in gooogle: boorfe’s tips monetize your website

 2. Thank you for every other excellent post. The place else may
  just anybody get that kind of info in such a
  perfect method of writing? I’ve a presentation next week, and I am at the search for such information.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *