Passa sig

Í morgun á leið upp Ártúnsbrekkuna á miðjuakrein af þremur fannst mér bílarnir á undan aka full hægt og þar sem fundurinn var um það bil að byrja ákvað ég eftir mesta brattann að skipta yfir á vinstri akrein sem var auð og síga fram úr sendibílnum sem var á undan mér.  Jimnyinn er mjög léttur að aftan og ég þykist vita allt um hvernig hann á það til að yfirstýra í afturdrifinu en átti ekki von á því þarna á hraðbrautinni í fimmta gír en það gerði hann mjög snögglega réttsælis og þó ég reyndi að bregðst hratt við með því að leggja á til vinstri horfði ég skyndilega beint framan á sendibílinn sem ég var að fara fram úr, grill í grill, hann á leiðinni áfram, ég á leiðinni aftur á bak, líklega á um áttatíu kílómetra hraða, þangað til framhjólin sem ég hafði lagt á til hægri gripu í þannig að bílinn fór að snúast til baka rangsælis og veggripið jókst enn þegar við Læðan ferðuðumst hornrétt á akstursstefnu og þessi valti bíll skreið áfram á engum fleiri en tveimur vinstri hjólum og ég hugsaði leifturhratt um hvort ég ætlaði virkilega að verða umferðarfrétt morgunsins og hvað mig langaði ekki neitt til að skella á hliðina í götuna og standa í einhverju tjónaveseni.  Í gærkvöldi höfðum við kærastan verið að telja upp smáhnjöskin sem ég hef fengið á árinu og hún taldi nóg komið að sinni, ekki meira slas á þessu ári.  Eins hratt og mögulega reyndi ég að stýra með stefnu, sem dugði því bíllinn skall á öll fjögur og yfirstýrði aðeins rangsælis sem tókst að afstýra og endaði út í vinstri kanti.  Aldrei hef ég verið eins feginn að sjá frosið tjörulegið gras sem gaf til kynna að vera sloppinn óoltinn og klessulaus úr þessari hildi en vélarviðvörunarljós logaði við endurræsingu og hálfníufréttir heyrðust í ríkisútvarpinu sem sögðu frá hálku víða á vegum!

Á fundinum var ég með umþaðbil áttatíuprósent athyglisbrest, datt öðru hvoru í samband við það sem var til umræðu, en úr þessum tíu sekúndna morgunsnúning fengust skilaboðin:  Passa sig.

Já og kannski vera í fjórhjóladrifinu þegar er hált.

Takk.

2 athugasemdir á “Passa sig

  1. Hallo,da die Nummer nicht bei DHL im System ist, hat anscheinend noch keine Übernahme von China Post / EMS stantgefundet. Ein Grund könnte sein, dass Zollpapiere fehlen oder ähnliches.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *