Langisjór 2008 í deep zoom

  • til að súmma inn og út má hreyfa músarhjólið fram og til baka yfir myndinni, eða smella á myndina til súmma inn og shift-smella til að súmma út, ( + ) ( – ) takkana á myndinni má líka nota.
  • smella og draga til að hliðra
  • með því að smella á heim hnappinn næst-lengst til hægri (mynd af húsi) má kalla fram heildarmyndina með fljótlegum hætti
  • fjórði takkinn fær myndina til að fylla út í síðuna

Setti þetta saman fyrir myndakvöld með Deep Zoom Composer sem er hugbúnaður frá Microsoft á þróunasrstigi til að raða í svona deep zoom myndapíramíða.   Þessi hugbúnaður stílar helst inn á Silverlight tæknina, sem krefst þess að slík viðbót sé í vafranum þínum en hér á síðunni er þetta birt með Ajax útfærslu sem virkar í nýlegum vöfrum á öllum stýrikerfum án frekari uppsetningar.  Það má líka skoða þessa samklippu í Silverlight (ef ekki uppsett hjá þér þá birtist hlekkur á viðbótina, sem er fljótlegt að setja upp) sem er vissulega aðeins mýkra að flakka um (en líka gallað; heildarmyndin sést ekki öll í upphafi og músarhjólið er óvirkt þegar fyllt út í síðuna).Þetta er stórskemmtileg tækni sem ég hef aðeins verið að skoða í tengslum við annað verkefni og fyrir það fann ég Deep Zoom TileCutter skrifaðan í Python sem virkar vel til að bryðja myndapýramíða út frá stökum gríðarstórum skrám; skrifa um það síðar.Til að gera svona samklippu af mörgum myndum er gaman að nota þennan Deep Zoom Composer, smekklega gert forrit en líka nokkuð greinilega í þróunarútgáfu.  Það tók nokkurn tíma að læra inn á takmörk græjunnar; það fyrsta sem mér datt í hug fyrir þetta myndakvöld var að taka úrval mynda frá árinu 2008 í fullri upplausn, sem voru bara um 500 stykki @ 2GB, og dúndra inn í forritið og byrja að raða saman en græjan var ekki alveg að höndla slíkan pakka og jafnframt ekkert sérlega dugleg að kvarta, hegaði sér bara undarlega.  Það næsta sem ég reyndi var að takmarka myndirnar í sama bunka við 1900×1200 pixla ramma og troða í tólið en það fór bara á hnén.  Svo niðurstaðan var að velja eitthvað frá árinu, eins og þetta Langasjósævintýri með Lundaböggum, og hafa myndirnar í samsetningunni einhversstaðar innan við 100 stykki eða um þann fjölda sem má sjá hér.  Reyndar sé ég núna að fyrir nokkrum dögum kom út nýrri útgáfa af tólinu en sú sem ég notaði og hún á að höndla minni eitthvað betur.Samklippuna hér að ofan hýsi ég á eigin þjóni og skrárnar 8.594 sem hún samanstendur af (flísarnar í myndapíramíðanum) taka 102MB og skila sér þokkalega hratt yfir ~1Mbit ADSL (upp)línuna sem þetta er á núna.  Samsetningarforrtið er með innbyggða tengingu við PhotoZoom Silverlight hýsingarþjónustu sem mér tókst ekki að koma þessari samklippu inn á (þjónninn skilaði http 500 villu) en það gekk betur með minni samsetningar.

4 athugasemdir á “Langisjór 2008 í deep zoom

  1. Þetta þykir mér magnað, að geta stækkað myndirnar upp á skjánum og alveg kristaltærar, …..

  2. I am glad I found your article. Your content is like a breath of fresh air in an otherwise polluted sea of confusing content. Your article is inetresting and original.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *